Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 08:01 Sendiráð Bandaríkjanna í Kúbu. Um tuttugu starfsmenn þess veiktust skyndilega árið 2017 en síðan þá hafa fjölmargir aðrir embættismenn og erindrekar sýnt sömu einkenni og eru veikindi þessi kölluðu Havana-heilkennið. AP/Desmond Boylan Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. Síðan þá hafa rúmlega hundrað manns frá Bandaríkjunum og Kanada víðsvegar um heiminn sagst hafa fundið fyrir sömu einkennum. Margir þeirra eru sérfræðingar í málefnum Rússlands eða í viðkvæmum stöðum innan stjórnvalda Bandaríkjanna. Í einhverjum tilfellum hafa fylgikvillar þessara veikinda verið mjög miklir. Svo miklir að fólk hefur þurft að setjast í helgan stein og getur ekki átt hefðbundið líf án aðstoðar. Rannsókn nokkurra fjölmiðla gefur nú til kynna að heilsukvillana sem gengið hafa undir nafninu: Havana-heilkennið, megi rekja til leynilegrar sveitar rússneskra njósnara sem bendlaðir hafa verið við banatilræði og skemmdarverk víðsvegar um heiminn. Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aldrei staðfest að vopni hafi verið beitt gegn þessu fólki. Því hefur verið haldið fram að Havana heilkenni sé einhvers konar fjölda-móðursýki en formleg niðurstaða rannsóknar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að engar útskýringar hafi fundist á heilkenninu. Í skýrslu sem unnin var vegna rannsóknarinnar kom fram að ein möguleg útskýring á þessum veikindum væru örbylgjur. Þessi rannsókn er til rannsóknar hjá nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Umdeildir útsendarar bendlaðir við vopn Blaðamenn á vegum Spiegel, 60 mínútna og Insider hafa á undanförnu ári kafað djúpt í þessi dularfullu veikindi megi rekja til notkunar rússneskra útsendara á nýrri gerð vopns. Mennirnir eru sagðir tilheyra hópi innan leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) en hópurinn kallast Unit 29155. Sá hópur hefur meðal annars verið bendlaður við eitrun Skripal feðginanna í Bretlandi 2018, stóra sprengingu í vopnageymslu í Tékklandi árið 2014, banatilræðis gegn búlgörskum vopnasala og við misheppnaða tilraun til valdaráns í Svartfjallalandi. Fólk sem talið er hafa verið beitt þessu vopni lýstir því hvernig það hafi fundið fyrir einhverskonar höggi og að þau hafi misst heyrnina, eins og sprengja hafi sprungið nærri þeim. Í kjölfarið hafi fylgt sterkur höfuðverkur. Bar kennsl á son stofnanda Unit 29155 Eiginkona erindreka sem starfaði um tíma í sendiráði Bandaríkjanna í Georgíu lýsti því hvernig hún hafi kastað upp af sársauka en hún hafi þó kannað öryggismyndavélar við heimili þeirra og séð bíl þar fyrir utan. Þegar hún reyndi að taka mynd af ökumanninum keyrði hann á brott seinna meir bar hún kennsl á hann sem Albert Averyanov, meðlim Unit 29155. Konan var önnur tveggja Bandaríkjamanna sem veiktust í Georgíu þá vikuna. Averyanov er sonur stofnanda Unit 29155 og var einungis 23 ára gamall þegar þetta átti sér stað í október 2021. Símagögn gefa til kynna að hann var erlendis á þessum tíma en bæði hann og faðir hans höfðu flogið til Úsbekistan nokkrum dögum áður og eru taldir hafa farið til annars lands í kjölfarið. Heimildarmenn 60 mínútna segja talið að Albert Averyanov hafi verið í Tbilisi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Litháen í fyrra. Háttsettur starfsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna veiktist skyndilega á ráðstefnu í Vilnius.AP/Pavel Golovkin Blaðamaður Insider hringdi í Albert og spurði hvort hann hefði verið í Tbilisi á þessum tíma en hann brást reiður við og þegar hann heyrði blaðamanninn kynna sig betur skellti hann á. Áðurnefndir blaðamenn hafa komið höndum yfir gögn sem þeir segja benda til þess að meðlimir Unit 29155 hafi gert tilraunir með vopn sem á að geta valdið veikindum eins og Havana-heilkennið. Vopnið er talið senda út örbylgjur. Vísindamenn Sovétríkjanna unnu á árum áður að þróun örbylgjuvopns í verkefni sem bar nafnið Reduktor. Sambærilegri vinnu hefur verið haldið áfram á þessari öld, samkvæmt opinberum skjölum sem blaðamenn hafa komið höndum yfir. Sú þróunarvinna var færð undir GRU árið 2014. Hér að neðan má sjá tvo framleiðendur hjá 60 mínútum ræða það hvernig þau hafa rannsakað Havana-heilkennið frá 2018. Gögn sem blaðamenn Insider hafa komið höndum yfir sýna einnig að meðlimir Unit 29155 voru staddir í Kína árið 2017, á sama tíma og bandarískur erindreki byrjaði að finna fyrir miklum veikindum sem líktust Havana-heilkenninu. Það var í borginni Guangzhou en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna flutti það sumar rúmlega tíu manns frá borginni og til Bandaríkjanna. Þeirra á meðal voru Mark Lenzi og Catherine Werner. Werner greindist með heilaskemmdir eftir veikindin. Aðrir erindrekar í Peking urðu einnig veikir um haustið 2017. Talið er að vopninu hafi einnig verið beitt í Litháen í fyrra, á ráðstefnu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hana sóttu margir ráðamenn frá Vesturlöndum og þar á meðal Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, en verið var að ræða stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa. Þá veiktist háttsettur starfsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna skyndilega. AP fréttaveitan segir talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa staðfest að embættismaðurinn hafi sýnt einkenni sem væru í takt við Havana-heilkennið í Litháen í fyrra. Áhugsamir geta séð allt innslag 60 mínútna um Havana-heilkennið og Unit 29155 hér að neðan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að enn sé talið að ekki megi rekja Havana-heilkennið til aðgerða óvinaríkis. Maður sem stýrði rannsókn leyniþjónustusamfélagsins sagði í viðtali við 60 mínútur segist sannfærður um að Rússar beri ábyrgð á Havana-heilkenninu. Vísar hann sérstaklega til þess að margt af hæfasta fólki Bandaríkjanna sem hafi sérfræðiþekkingu um Rússland hafi veikst. Bandaríkin Kanada Rússland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Síðan þá hafa rúmlega hundrað manns frá Bandaríkjunum og Kanada víðsvegar um heiminn sagst hafa fundið fyrir sömu einkennum. Margir þeirra eru sérfræðingar í málefnum Rússlands eða í viðkvæmum stöðum innan stjórnvalda Bandaríkjanna. Í einhverjum tilfellum hafa fylgikvillar þessara veikinda verið mjög miklir. Svo miklir að fólk hefur þurft að setjast í helgan stein og getur ekki átt hefðbundið líf án aðstoðar. Rannsókn nokkurra fjölmiðla gefur nú til kynna að heilsukvillana sem gengið hafa undir nafninu: Havana-heilkennið, megi rekja til leynilegrar sveitar rússneskra njósnara sem bendlaðir hafa verið við banatilræði og skemmdarverk víðsvegar um heiminn. Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopns Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aldrei staðfest að vopni hafi verið beitt gegn þessu fólki. Því hefur verið haldið fram að Havana heilkenni sé einhvers konar fjölda-móðursýki en formleg niðurstaða rannsóknar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að engar útskýringar hafi fundist á heilkenninu. Í skýrslu sem unnin var vegna rannsóknarinnar kom fram að ein möguleg útskýring á þessum veikindum væru örbylgjur. Þessi rannsókn er til rannsóknar hjá nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Umdeildir útsendarar bendlaðir við vopn Blaðamenn á vegum Spiegel, 60 mínútna og Insider hafa á undanförnu ári kafað djúpt í þessi dularfullu veikindi megi rekja til notkunar rússneskra útsendara á nýrri gerð vopns. Mennirnir eru sagðir tilheyra hópi innan leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) en hópurinn kallast Unit 29155. Sá hópur hefur meðal annars verið bendlaður við eitrun Skripal feðginanna í Bretlandi 2018, stóra sprengingu í vopnageymslu í Tékklandi árið 2014, banatilræðis gegn búlgörskum vopnasala og við misheppnaða tilraun til valdaráns í Svartfjallalandi. Fólk sem talið er hafa verið beitt þessu vopni lýstir því hvernig það hafi fundið fyrir einhverskonar höggi og að þau hafi misst heyrnina, eins og sprengja hafi sprungið nærri þeim. Í kjölfarið hafi fylgt sterkur höfuðverkur. Bar kennsl á son stofnanda Unit 29155 Eiginkona erindreka sem starfaði um tíma í sendiráði Bandaríkjanna í Georgíu lýsti því hvernig hún hafi kastað upp af sársauka en hún hafi þó kannað öryggismyndavélar við heimili þeirra og séð bíl þar fyrir utan. Þegar hún reyndi að taka mynd af ökumanninum keyrði hann á brott seinna meir bar hún kennsl á hann sem Albert Averyanov, meðlim Unit 29155. Konan var önnur tveggja Bandaríkjamanna sem veiktust í Georgíu þá vikuna. Averyanov er sonur stofnanda Unit 29155 og var einungis 23 ára gamall þegar þetta átti sér stað í október 2021. Símagögn gefa til kynna að hann var erlendis á þessum tíma en bæði hann og faðir hans höfðu flogið til Úsbekistan nokkrum dögum áður og eru taldir hafa farið til annars lands í kjölfarið. Heimildarmenn 60 mínútna segja talið að Albert Averyanov hafi verið í Tbilisi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Litháen í fyrra. Háttsettur starfsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna veiktist skyndilega á ráðstefnu í Vilnius.AP/Pavel Golovkin Blaðamaður Insider hringdi í Albert og spurði hvort hann hefði verið í Tbilisi á þessum tíma en hann brást reiður við og þegar hann heyrði blaðamanninn kynna sig betur skellti hann á. Áðurnefndir blaðamenn hafa komið höndum yfir gögn sem þeir segja benda til þess að meðlimir Unit 29155 hafi gert tilraunir með vopn sem á að geta valdið veikindum eins og Havana-heilkennið. Vopnið er talið senda út örbylgjur. Vísindamenn Sovétríkjanna unnu á árum áður að þróun örbylgjuvopns í verkefni sem bar nafnið Reduktor. Sambærilegri vinnu hefur verið haldið áfram á þessari öld, samkvæmt opinberum skjölum sem blaðamenn hafa komið höndum yfir. Sú þróunarvinna var færð undir GRU árið 2014. Hér að neðan má sjá tvo framleiðendur hjá 60 mínútum ræða það hvernig þau hafa rannsakað Havana-heilkennið frá 2018. Gögn sem blaðamenn Insider hafa komið höndum yfir sýna einnig að meðlimir Unit 29155 voru staddir í Kína árið 2017, á sama tíma og bandarískur erindreki byrjaði að finna fyrir miklum veikindum sem líktust Havana-heilkenninu. Það var í borginni Guangzhou en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna flutti það sumar rúmlega tíu manns frá borginni og til Bandaríkjanna. Þeirra á meðal voru Mark Lenzi og Catherine Werner. Werner greindist með heilaskemmdir eftir veikindin. Aðrir erindrekar í Peking urðu einnig veikir um haustið 2017. Talið er að vopninu hafi einnig verið beitt í Litháen í fyrra, á ráðstefnu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hana sóttu margir ráðamenn frá Vesturlöndum og þar á meðal Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, en verið var að ræða stuðning við Úkraínu vegna innrásar Rússa. Þá veiktist háttsettur starfsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna skyndilega. AP fréttaveitan segir talsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa staðfest að embættismaðurinn hafi sýnt einkenni sem væru í takt við Havana-heilkennið í Litháen í fyrra. Áhugsamir geta séð allt innslag 60 mínútna um Havana-heilkennið og Unit 29155 hér að neðan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að enn sé talið að ekki megi rekja Havana-heilkennið til aðgerða óvinaríkis. Maður sem stýrði rannsókn leyniþjónustusamfélagsins sagði í viðtali við 60 mínútur segist sannfærður um að Rússar beri ábyrgð á Havana-heilkenninu. Vísar hann sérstaklega til þess að margt af hæfasta fólki Bandaríkjanna sem hafi sérfræðiþekkingu um Rússland hafi veikst.
Bandaríkin Kanada Rússland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira