Segist hafa skaðað líkama sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2024 23:01 Varane í baráttunni í vetur. Robbie Jay Barratt/Getty Images) Raphaël Varane, miðvörður Manchester United, segist hafa skaðað líkama sinn með því að spila stuttu eftir að hafa fengið heilahristing. Þá segist hann ekki leyfa börnum sínum að skalla boltann þegar þau eru að leika sér í fótbolta. Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira