Að sögn Heiðu byrjaði undirskriftasöfnunin klukkan átta í kvöld, á sama tíma og Jón tilkynnti formlega um framboð sitt, og lauk 41 mínútu yfir níu.
Athygli vakti þegar það tók Baldur Þórhallsson, sem einnig býður sig fram, eina klukkustund og 43 mínútur að safna undirskriftunum, en Jón virðist hann hafa toppað þann tíma um tvær mínútur.

Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi.