Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 13:22 Baldur segir framboð Katrínar og mögulegan sigur í forsetakosningunum myndu vekja ýmsar spurningar um hæfi hennar. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira