Ekki gefið hvernig spilast úr stöðunni fari Katrín fram Heimir Már Pétursson skrifar 3. apríl 2024 19:29 Katrínar Jakobsdóttur bíður að taka eina stærstu ákvörðun ævi sinnar. Hún mun að öllum líkindum gera það fyrir helgi, kannski strax á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur eru á að Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynni fyrir helgi hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það mun hún samstundis segja af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna segja ekki gefið hvernig spilaðist úr þeirri stöðu þótt grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna. Það bíða margir eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna geri upp við sig hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hún segist ekki hafa leitt hugann að þessu framan af ári. Hún hafi hins vegar gert það á undanförnum vikum eftir að fólk hafi komið að máli við hana. Alþingi kemur saman á mánudag eftir páskaleyfi og fjölmörg mál bíða afgreiðslu á því sem eftirl lifir vorþings. Katrín Jakobsdóttir fundaði með þingflokki Vinstri grænna í dag þar sem hún fór yfir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá vilja menn kannski hafa hreinar línur um hver sé forsætisráðherra landsins? „Ég held að það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta. Mun því greina frá minni ákvörðun hver sem hún verður á allra næstu dögum,” segir Katrín. Forsetaembættið væri gríðarlega mikilvægt og skipti þjóðina miklu máli og mjög ólíkt stjórnmálunum. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu allir í dag þar sem mögulegt framboð Katrínar var á dagskrá. Þetta þarf væntanlega eitthvað að ræða við formenn hinna flokkanna? „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þannig að þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun.” Heldur þú að þetta muni hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið? „Ég held að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til,” segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að ræða þurfi áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna bjóði Katrín sig fram til forseta.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að Katrín yrði öflugur kandidat til embættis forseta Íslands. Augljóslega hefði það mikil áhrif ef forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi hyrfi úr stjórninni. Hins vegar væri mikilvægt að horfa til þess sem ríkisstjórnin hefði áorkað á liðnum sjö árum með öflugum vexti og stöðugleika að stóru leyti. „Og ég held að það sé mikilvægt að ríkisstjórnin sem þá tæki við, því það kallar auðvitað á einhvers konar nýja ríkisstjórn, að hún sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem vissulega er á meðan verðbólgan er svona mikil,” segir formaður Framsóknarflokksins. Einmitt, ef Katrín býður sig fram mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Á meðan hefði ríkisstjórnin stöðu starfsstjórnar. Stjórnarflokkarnir þyrftu því að koma sér saman um áframhaldandi samstarf. Ekki hvað síst hver tæki við sem forsætisráðherra. Er sjálfgefið að einhver úr Vinstri grænum tæki það embætti eða jafnvel þú eða Bjarni mynduð taka það embætti að ykkur? „Nú hefur forsætisráðherra ekki ennþá gefið það út að hún ætli í framboð. Þess vegna er auðvitað dálítið ótímabært að fara að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagðist ver í stuði þegar hún mætti aftur til starfa í dag eftir veikindaleyfi.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom einnig saman í dag til að staðfesta endurkomu Svandísar Svarsdóttur í embætti matvælaráðherra eftir veikindaleyfi. Hvernig er að vera komin aftur til leiks í ríkisstjórn? „Ég er bara í stuði.“ Gengið vel hjá þér í þínum veikindum? „Já sem betur fer. Ég hef verið mjög gæfusöm.“ En hvernig líst þér nú á ef formaðurinn þinn fer að bjóða sig fram til forseta, ef hún gerir það? „Við skulum sjá til,“ sagði Svandís á leið inn á ríkisstjórnarfundinn. Á hæla hennar mætti Katrín Jakobsdóttir til fundarins. Kannski hennar síðasta ríkisstjórnarfundar áður en hún býður sig fram til forseta. Bjarni Benediktsson segir ekki gefið hvernig spilist úr stöðunni um áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna bjóði Katrín sig fram til embættis forseta Íslands.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var á hraðferð þegar hann mætti til þessa ef til vill sögulega ríkisstjórnarfundar. Hvernig litist þér á ef forsætisráðherra byði sig fram til forseta Íslands? „Við skulum bara sjá. Það eru vissulega tíðindi að hún sé að hugsa það mjög alvarlega.“ Heldur þú að ríkisstjórnin myndi hafa það af, samstarf þessara þriggja flokka, ef það yrði niðurstaðan? „Það er fyrsta spurningin.“ Og hvert er svarið þitt? „Við verðum að setjast yfir þá stöðu og við munum gera það,“ sagði Bjarni og minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu meirihluta á Alþingi. „Við höfum verið að vinna saman í sjö ár. Það er ekki annað en drengskapur og eðlilegt að við setjumst saman yfir þá stöðu.“ Það þarf að gerast hratt þá? „Það mun gerast hratt. En það er ekki sjálfsagt hvernig úr því spilast,“ sagði Bjarni Benediktsson. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svandísar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi. 3. apríl 2024 14:20 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Það bíða margir eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna geri upp við sig hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hún segist ekki hafa leitt hugann að þessu framan af ári. Hún hafi hins vegar gert það á undanförnum vikum eftir að fólk hafi komið að máli við hana. Alþingi kemur saman á mánudag eftir páskaleyfi og fjölmörg mál bíða afgreiðslu á því sem eftirl lifir vorþings. Katrín Jakobsdóttir fundaði með þingflokki Vinstri grænna í dag þar sem hún fór yfir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá vilja menn kannski hafa hreinar línur um hver sé forsætisráðherra landsins? „Ég held að það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta. Mun því greina frá minni ákvörðun hver sem hún verður á allra næstu dögum,” segir Katrín. Forsetaembættið væri gríðarlega mikilvægt og skipti þjóðina miklu máli og mjög ólíkt stjórnmálunum. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu allir í dag þar sem mögulegt framboð Katrínar var á dagskrá. Þetta þarf væntanlega eitthvað að ræða við formenn hinna flokkanna? „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þannig að þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun.” Heldur þú að þetta muni hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið? „Ég held að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til,” segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að ræða þurfi áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna bjóði Katrín sig fram til forseta.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að Katrín yrði öflugur kandidat til embættis forseta Íslands. Augljóslega hefði það mikil áhrif ef forsætisráðherra og öflugur stjórnmálaleiðtogi hyrfi úr stjórninni. Hins vegar væri mikilvægt að horfa til þess sem ríkisstjórnin hefði áorkað á liðnum sjö árum með öflugum vexti og stöðugleika að stóru leyti. „Og ég held að það sé mikilvægt að ríkisstjórnin sem þá tæki við, því það kallar auðvitað á einhvers konar nýja ríkisstjórn, að hún sé jafn öflug og stöðug til að sigla í gegnum þann ólgusjó sem vissulega er á meðan verðbólgan er svona mikil,” segir formaður Framsóknarflokksins. Einmitt, ef Katrín býður sig fram mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Á meðan hefði ríkisstjórnin stöðu starfsstjórnar. Stjórnarflokkarnir þyrftu því að koma sér saman um áframhaldandi samstarf. Ekki hvað síst hver tæki við sem forsætisráðherra. Er sjálfgefið að einhver úr Vinstri grænum tæki það embætti eða jafnvel þú eða Bjarni mynduð taka það embætti að ykkur? „Nú hefur forsætisráðherra ekki ennþá gefið það út að hún ætli í framboð. Þess vegna er auðvitað dálítið ótímabært að fara að svara öllum svona vangaveltum. En augljóslega hlýtur allt að koma til skoðunar við slíkar aðstæður,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagðist ver í stuði þegar hún mætti aftur til starfa í dag eftir veikindaleyfi.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom einnig saman í dag til að staðfesta endurkomu Svandísar Svarsdóttur í embætti matvælaráðherra eftir veikindaleyfi. Hvernig er að vera komin aftur til leiks í ríkisstjórn? „Ég er bara í stuði.“ Gengið vel hjá þér í þínum veikindum? „Já sem betur fer. Ég hef verið mjög gæfusöm.“ En hvernig líst þér nú á ef formaðurinn þinn fer að bjóða sig fram til forseta, ef hún gerir það? „Við skulum sjá til,“ sagði Svandís á leið inn á ríkisstjórnarfundinn. Á hæla hennar mætti Katrín Jakobsdóttir til fundarins. Kannski hennar síðasta ríkisstjórnarfundar áður en hún býður sig fram til forseta. Bjarni Benediktsson segir ekki gefið hvernig spilist úr stöðunni um áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna bjóði Katrín sig fram til embættis forseta Íslands.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var á hraðferð þegar hann mætti til þessa ef til vill sögulega ríkisstjórnarfundar. Hvernig litist þér á ef forsætisráðherra byði sig fram til forseta Íslands? „Við skulum bara sjá. Það eru vissulega tíðindi að hún sé að hugsa það mjög alvarlega.“ Heldur þú að ríkisstjórnin myndi hafa það af, samstarf þessara þriggja flokka, ef það yrði niðurstaðan? „Það er fyrsta spurningin.“ Og hvert er svarið þitt? „Við verðum að setjast yfir þá stöðu og við munum gera það,“ sagði Bjarni og minnti á að stjórnarflokkarnir hefðu meirihluta á Alþingi. „Við höfum verið að vinna saman í sjö ár. Það er ekki annað en drengskapur og eðlilegt að við setjumst saman yfir þá stöðu.“ Það þarf að gerast hratt þá? „Það mun gerast hratt. En það er ekki sjálfsagt hvernig úr því spilast,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svandísar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi. 3. apríl 2024 14:20 Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svandísar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi. 3. apríl 2024 14:20
Óvíst hvort ríkisstjórnin lifi framboðið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram. 3. apríl 2024 13:54
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22