Hvernig forseti Íslands getur aukið atvinnu og velsæld á Vestfjörðum Ástþór Magnússon skrifar 4. apríl 2024 10:30 Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Staða atvinnumála, raforku og heilbrigðismála á Vestfjörðum er sagt í ólestri. Sveitarfélög ræða um stuðning við sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Einnig hvetja til nýsköpunar og vaxtar í öðrum greinum. Tökum samtal um verkefnið Virkjum Bessastaði og hvernig við getum byggt upp nýja atvinnugrein tengt friðarmálum. Ísfirska fyrirtækið Kerecis sem á stuttum tíma varð eitt verðmætasta fyrirtæki landsins er lýsandi dæmi um tækifærin á vestfjörðum fyrir nýsköpun og erlenda samvinnu. Þar mætti staðsetja alþjóðlegan friðarháskóla og þjálfunarbúðir friðargæsluliða. Harðbýlt landslagið gæti hentað slíku einstaklega vel. Þegar er kominn vísir að alþjóðlegri menntastofnun á Ísafirði með samstarfi SIT (School for International Training) og UW (Háskólasetur Vestfjarða). SIT er með námsbraut fyrir Frið & Réttlæti og tilvalið að opna þá námsbraut á Ísafirði sem hluta af átakinu Virkjum Bessastaði. UN ITS (Samþætt þjálfunarþjónusta Sameinuðu þjóðanna fyrir friðargæslu) er með margvíslega kennslu fyrir fólk allstaðar að úr heiminum. POTI (Þjálfunarstofnun friðaraðgerða) sem er sjálfseignarstofnun hefur þjálfað tæplega tvær milljónir manns frá 195 löndum til friðargæslustarfa kostað af nokkrum ríkjum utan bandaríkjanna. Í samvinnu við þessar stofnanir mætti setja af stað friðargæslunám á Vestfjörðum. Samhliða því að koma á fót endurbættum stofnunum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þarf auðvitað að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við á Vestfjörðum. Sveitarfélögin hafa talað um að svæðið sé ekki samkeppnishæft vegna vandamála við samgöngur, fjarskipti og raforku. Einnig hefur verið rætt um endurbætur á flugvöllum og jafnvel að koma á millilandaflugi frá vestfjörðum. Flugvellir þar eru hinsvegar vel til þess fallnir að nota við þjálfun flugmanna friðargæslunnar sem þurfa að kunna að fljúga í erfiðum aðstæðum. Raforkumál má leysa með nýjum umhverfisvænum lausnum sem nú finnast, og í fjarskiptum eru nú komnar lausnir með gervihnöttum. Vestfirðingar ættu því að taka höndum saman að Virkja Bessastaði og setja sig á kortið sem alþjóðlegan stað fyrir þjálfun friðargæslunnar. Ekki aðeins Ísfirðingar, meirihluti þjóðarinnar hefur lýst óánægju með ástandið í heilbrigðismálum. Með því að Virkja Bessastaði til friðar- og lýðræðismála getum við aukið þjóðartekjur um sex hundruð milljarða og skapað 21 þúsund störf um leið og Íslendingar láta gott af sér leiða til friðarmála. Sumir spyrja hvernig er þetta hægt og ná ekki alveg að tengja. Opnir borgarafundir hefjast í kvöld á nuna.is Ég mun kynna verkefnið á opnum borgarafundum sem hefjast í kvöld kl. 20:00 á vefnum www.nuna.is þar sem Vestfirðingar og aðrir geta átt við mig samtal um hvernig við byggjum upp nýjan atvinnuveg friðarmála hér á landi og hvernig það mun skila sér í aukinni velsæld. Aðgangur að mannsæmandi heilbrigðisþjónustu eru stjórnarskrárbundin réttindi. Forseta Íslands ber að standa vörð um slík réttindi þjóðarinnar og það mun ég gera verði ég kjörinn í embættið. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun