Það var þó áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kom auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála, samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komnar á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en bíll mannsins var við upphaf gönguleiðarinnar.