Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 09:53 William Wragg er nokkuð háttsettur þingmaður Íhaldsflokksins en hann segist miður sín eftir að hann sendi símanúmer þingmanna, starfsmanna þingsins og blaðamanna til ókunnugs manns á Grindr. Getty/Johnathan Nicholson Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Bretland Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Sjá meira
Wragg átti í samskiptum við mann á Grindr, sem er stefnumótaforrit ætlað samkynhneigðum. Eftir að Wragg sendi manninum viðkvæmar myndir af sér, sendi hann manninum einnig símanúmer annarra þingmanna, starfsmanna þeirra og blaðamanna. Þetta fólk hefur svo í kjölfarið fengið óumbeðin daðursleg skilaboð frá aðilum sem kynna sig sem annað hvort Charlie eða Abi, samkvæmt frétt Times (Áskriftarvefur). Í samtali við Times sagði Wragg að hann hafi átt í samskiptum við manninn á Grindr og þeir hafi skipst á myndum. Í kjölfarið hafi þeir ætlað að hittast en ekki hafi orðið af því. Í kjölfarið hafi maðurinn farið að biðja hann um símanúmer þingmanna og Wragg segist hafa verið óttasleginn vegna myndanna sem hann hafði sent. „Ég hef sært fólk með því að vera duglaus. Ég var hræddur. Ég var lafhræddur. Ég er miður mín yfir því að máttleysi mitt hafi komið niður á öðru fólki,“ sagði Wragg. Gareth Davies, fjármálaráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, var í viðtali á Sky News í morgun en þar vildi hann ekki segja hvort refsa ætti Wragg innan flokksins vegna málsins og sagði að hann hefði beðist afsökunar. 'Should William Wragg lose the whip for giving the personal phone numbers of fellow MPs to someone he met on a dating app?' - @AnnaJonesSky"William Wragg has rightfully apologised for the action that he took." - @GarethDavies_MPhttps://t.co/SMhAQLNgOi Sky 501, YouTube pic.twitter.com/qyx7xKUYHy— Sky News (@SkyNews) April 5, 2024 Politico sagði frá því í vikunni að minnst sex þingmenn, starfsmenn þeirra og blaðamenn hefðu fengið skilaboð frá ókunnugum aðilum í gegnum WhatsApp. Þessi skilaboð eru sögð hafa verið kynferðislegs eðlis og mjög keimlík. Sendandinn sagðist hafa hitt viðkomandi fyrir nokkrum árum og fylgdu skilaboðunum oft nektarmyndir. Þegar sendandinn átti að heita „Charlie“ fylgdi mynd af karlmanni. Ef hann hét „Abi“ var myndin af konu. Í frétt Politico segir að skilaboðin sem fólk fékk bendi til þess að sendandinn viti mikið um skotmörk sín. Talið er að markmiðið hafi verið að plata fólkið til að senda viðkvæmar myndir af sér og kúga þau svo í kjölfarið. Skilaboðin eru til rannnsóknar hjá lögreglunni í Bretlandi. Uppfært: Fyrst stóð í fréttinni að umræddur þingmaður væri í Verkamannaflokkinum. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Bretland Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Sjá meira