„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:37 Þorsteinn Halldórson, landsliðsþjálfari, ætlar að njóta sigursins. vísir / hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. „Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn