Allir spenntir nema Halldór: „Ég meika þetta ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. apríl 2024 08:41 Halldór Smári í leiknum við Val á mánudag. Honum var síðar vísað af velli. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, verður á hliðarlínunni þegar hans menn opna Bestu deild karla gegn Stjörnunni í Víkinni í kvöld. Hann kvíðir því að þurfa að horfa á leikinn úr stúkunni. Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Halldór fékk að líta rautt spjald gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í vikunni og er af þeim sökum í leikbanni í kvöld. Hann segir meira stress fyrir kvöldinu í því ljósi að hann geti ekki spilað. Honum þykir erfitt að horfa á leiki síns liðs án þess að geta haft áhrif. „Það er meiri. Alveg klárlega. Síðast var ég í stúkunni í undanúrslitum gegn KR núna seinasta haust. Þá sat ég hérna með Matta Vill og ég var bara farinn út í Elliðaárdal á fertugustu mínútu. Ég meika þetta ekki,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2. Klippa: Erfið kvöldstund fram undan Stjörnunni gekk afar vel á seinni hluta mótsins í fyrra og Halldór býst við að Garðbæingar mæti öflugir til leiks í kvöld. „Manni líður svipað, umtalið er gott og ekkert að ástæðulausu. Þeir spila frábæran bolta og gengur mjög vel. Þetta er strembinn fyrsti leikur. Fyrir Stjörnuna að koma inn í þennan leik gegn meisturunum hafa þeir engu að tapa, þannig lagað,“ „Þetta er fínn leikur fyrir þá til að byrja mótið. Við þurfum heldur betur að vera klárir í þetta vegna þess að þetta verður hrikalega tough,“ segir Halldór. Bæði lið sækja gjarnan til sigurs og því von á skemmtilegum leik. Fyrir alla nema Halldór sem verður ráfandi um stúkuna og Fossvoginn. „Já, alla nema mig. Ég vona náttúrulega bara að það verði hérna 3-0 fyrir okkur í fyrri hálfleik og að þetta verði ekki skemmtilegt fyrir Stjörnuna. En fyrir hlutlausa vona ég að þetta verði góð skemmtun,“ segir Halldór. Leikur Víkings og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 18:45 þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Rætt verður nánar við Halldór Smára í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalið við hann í heild verður birt á Vísi á sunnudagsmorgun.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Tengdar fréttir „Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31 Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 „Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. 6. apríl 2024 09:31
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. 5. apríl 2024 09:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast