Skiptar skoðanir á útspili Katrínar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. apríl 2024 22:36 María, Brynhildur, Sigurður og Guðjón höfðu sitt að segja um forsetaframboð forsætisráðherra og nýja ríkisstjórnarskipan. Vísir Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira