Forgangsakstur æfður á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 08:06 Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem var umsjónarmaður samæfingarnámskeiðsins í forgangsakstri, sem fór nýlega fram á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfun í forgangsakstri lögreglubíla er mjög mikilvægur í starfi lögreglunnar segir lögreglumaður á Suðurlandi en þar var verið að halda forgangsaksturs æfingu í þeim tilgangi að sjá hvað gekk vel og hvað þarf að laga og bæta úr. Lögreglan á Suðurlandi var nýlega með samæfingu í forgangsakstri lögreglubíla í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar, sérsveitarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem sér um sjúkraflutninga á Suðurlandi, þar sem æfð voru verkefni, sem tengjast þeim málum, sem lögreglan er að vinna við af og til. Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi var umsjónarmaður námskeiðsins „Við vorum að skerpa á í rauninni á samvinnu þessara embætta og fá fram slitfleti og veikleika í þessu. Það er sett á svið ákveðin atburðarás eða sviðsmynd og við fáum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra til að taka þátt í þessu með okkur og svo koma verkefni til að leysa og þessir aðilar koma að þessum verkefnum,” segir Magnús. Magnús segir mjög mikilvægt að halda forgangsakstursnámskeið reglulega til að viðhalda hæfni viðbragðsaðila og ekki síst innan lögreglunnar sem eru oftast fyrst á vettvang. En hvað þarf helst að hafa í huga við forgangsakstur? „Forgangsakstur er fyrst og fremst bara að sýna skynsemi og aðgát, við förum varlega. Við höfum heimild til að fara hraðar en gengur og gerist og sveigja fram hjá ýmsum reglum og þess vegna skiptir öllu máli að lögreglumenn sýni aðgát í því.” Eru lögreglubílarnir nógu kraftmiklir hjá ykkur? „Já, ég myndi segja það, þeir eru alveg tæki í þetta verkefni,” segir Magnús. En nú er mikil umferð á vegunum, mikið ferðamenn og allskonar, er þetta fólk að þvælast fyrir ykkur eða hvað? „Það er bara meiri áskorun ef það er mikil umferð, ekki að þvælast fyrir, en við reynum að gefa því merki um hvað við erum að gera og þetta gengur yfirleitt en það er bara meiri áskorun og meira krefjandi að aka í mikill umferð,” segir Magnús alsæll með námskeiðið, sem tókst einstaklega vel. Magnús segir það mikla áskorun fyrir lögregluna að aka forgangsakstur þar sem mikil umferð er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi var nýlega með samæfingu í forgangsakstri lögreglubíla í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar, sérsveitarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem sér um sjúkraflutninga á Suðurlandi, þar sem æfð voru verkefni, sem tengjast þeim málum, sem lögreglan er að vinna við af og til. Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi var umsjónarmaður námskeiðsins „Við vorum að skerpa á í rauninni á samvinnu þessara embætta og fá fram slitfleti og veikleika í þessu. Það er sett á svið ákveðin atburðarás eða sviðsmynd og við fáum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra til að taka þátt í þessu með okkur og svo koma verkefni til að leysa og þessir aðilar koma að þessum verkefnum,” segir Magnús. Magnús segir mjög mikilvægt að halda forgangsakstursnámskeið reglulega til að viðhalda hæfni viðbragðsaðila og ekki síst innan lögreglunnar sem eru oftast fyrst á vettvang. En hvað þarf helst að hafa í huga við forgangsakstur? „Forgangsakstur er fyrst og fremst bara að sýna skynsemi og aðgát, við förum varlega. Við höfum heimild til að fara hraðar en gengur og gerist og sveigja fram hjá ýmsum reglum og þess vegna skiptir öllu máli að lögreglumenn sýni aðgát í því.” Eru lögreglubílarnir nógu kraftmiklir hjá ykkur? „Já, ég myndi segja það, þeir eru alveg tæki í þetta verkefni,” segir Magnús. En nú er mikil umferð á vegunum, mikið ferðamenn og allskonar, er þetta fólk að þvælast fyrir ykkur eða hvað? „Það er bara meiri áskorun ef það er mikil umferð, ekki að þvælast fyrir, en við reynum að gefa því merki um hvað við erum að gera og þetta gengur yfirleitt en það er bara meiri áskorun og meira krefjandi að aka í mikill umferð,” segir Magnús alsæll með námskeiðið, sem tókst einstaklega vel. Magnús segir það mikla áskorun fyrir lögregluna að aka forgangsakstur þar sem mikil umferð er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Lögreglan Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira