„Hefðum getað skorað svona sjö mörk” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:59 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn. „Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
„Mjög ánægður með frammistöðuna og spilamennsku liðsins, vorum frábærir, en á sama tíma virkilega svekktur að leikurinn fór jafntefli því við fengum svo sannarlega færin til að vinna leikinn og hefðum getað skorað svona sjö mörk.” „Þetta er bara fyrsti leikur og við fáum endalaust færum einn á móti markmanni og held einu sinni tveir á móti markmanni og bara boltinn vildi ekki inn, stundum er fótbolti svona. Ég sagði við strákana inni að þeir geta litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum, við erum svekktir með úrslitin en frammistaðan var frábær hvort sem við erum að tala um uppspilið, skapa færi, vörnin, við vorum frábærir. Ég man varla eftir færi sem þeir skapa, þeir eiga skot í seinni hálfleik að utan sem fór í slána og markið þeirra kemur upp úr engu. Frammistaðan frábær og ef þetta er það sem koma skal hef ég sko ekki áhyggjur af liðinu.” Mark HK kom eftir klafs í teignum þar sem boltinn skoppar inn í markteig eftir aukaspyrnu. KA heimtaði aukaspyrnu og vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo, markmanni liðsins. Hvernig sá Hallgrímur þetta atvik? „Boltinn fer einhverja fimm metra upp í loftið og markmaðurinn er að reyna komast að honum, það er mjög erfitt fyrir mig að sjá það, ég treysti því bara að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þannig að ég hef ekkert meira um það að segja.” Hvað getur KA bætt í leik sínum og tekið með sér í næstu umferð? Ég er bara virkilega ánæðgur með spilamennsku liðsins en það er bara að skora mörk. Eins og ég segi, ég veit ekki hversu oft við fáum dauðafæri einir á móti markmanni og markmaðurinn gerði vel og náði að stoppa okkur þannig eina sem ég vil bæta í næsta leik er að ef við náum að skora bara 30 prósent af mörkunum vinnum við leikinn” Viðar Örn Kjartansson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir KA í dag þegar hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Hallgrímur var mjög sáttur með innkomuna. „Já mjög flott, eftir tvær mínútur eða eitthvað vinnur hann stöðuna og setur Svein Margeir í dauðafæri. Hann er bara að komast í gang og virkilega flottur, duglegur, æfir tvisvar á dag og við vitum við þurfum að koma honum skynsamlega inn og hann er meðvitaður um það þannig við erum bara virkilega ánægðir með hann.” Jakob Snær Árnason var fjarverandi í dag vegna meiðsla og verður eitthvað frá. „Ég veit það ekki, hann fékk högg á mjöðmina fyrir löngu síðan og við höfum tvisvar haldið að hann sé að koma til baka en svo komið bakslag þannig ég bara veit ekki hversu langt er í hann en hann er allavega ekki klár í næsta leik.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira