Innlent

Tveir hand­teknir fyrir stór­fellda líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjörutíu mál voru bókuð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Fjörutíu mál voru bókuð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Tveir menn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt, grunaðir um stórfellda líkamsárás. Þá voru tveir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna.

Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni vaktarinnar eru bæði mál í rannsókn en engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.

Þrír einstaklingar gistu fangaklefa í morgun en 40 mál voru bókuð á vaktinni.

Lögreglu barst til að mynda tilkynning um eignaspjöll á tveimur bifreiðum og er það mál einnig í rannsókn. Þá var tilkynnt um sinueld í Elliðaárdal. Hann reyndist minniháttar.

Ein tilkynning barst um umferðarslys þar sem ökumaður er grunaður um ölvunarakstur. Þá var annar ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Lögreglu barst einnig tilkynning um bifreið sem var lagt þannig að hún olli óþægindum og hættu fyrir umferð. Við nánari athugun kom í ljós að bifreiðin var óskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×