Kirkjan - þægilegt pláss? Toshiki Toma skrifar 8. apríl 2024 10:01 Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun