Veðurspár gera á sama tíma ráð fyrir lítilli úrkomu. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum í veðrinu, en það gæti skýrst að hluta til af lélegu skyggni. Tilkynning Veðurstofunnar.
Enn eru þó í gildi bæði hættustig og rýmingar á Seyðisfirði. Þar hefur snjóað meira en í Neskaupstað og veðurspár gera ráð fyrir að snjói þar og skafi eitthvað fram eftir degi.
Hættustig var sett á laugardag vegna snjóflóðahættu á laugardag. Vegir eru víða lokaðir á Austfjörðum og víðar um land.