Fara stúdentar til tannlæknis? Alexandra Ýr van Erven skrifar 8. apríl 2024 12:01 Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Tannheilsa Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun