Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:00 Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun