Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 15:08 Palestínumenn á flótta undan loftárásum Ísraela á borgina Khan Younis á sunnanverðri Gasaströndinni í janúar. AP/Fatima Shbair Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samningamenn Hamas og ísraelskra stjórnvalda hafa fundað í Kaíró í Egyptalandi ásamt katörskum og egypskum millgöngumönnum. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur einnig verið viðstaddur viðræðurnar. Fulltrúar Hamas fóru heim frá Kaíró í gær til skrafs og ráðagerðar. Basem Naim, háttsettur Hamas-liði, sagði viðræðurnar í bið og að nýjasta tillaga Ísraela væri skref aftur á bak í gær. Tillagan gæti ekki verið grundvöllur vopnahléssamkomulags. Ríkisstjórn Ísraels fundar um gang viðræðnanna í dag, að sögn Washington Post. Í yfirlýsingu sem Hamas-samtökin sendu frá sér í dag segjast þau enn fara yfir tillöguna og ætla að svara milligöngumönnum viðræðnanna formlega. „Hreyfingin hefur áhuga á að því að ná samkomulagi sem bindur enda á árásina á þjóð okkar. Þrátt fyrir það er afstaða Ísraela enn ósveigjanleg og uppfyllir ekki nein skilyrði þjóðar okkar og uppreisnar,“ sagði í yfirlýsingu Hamas. Forsendur Hamas fyrir vopnahléi eru að Ísraelar hætti árásum sínum á Gasa, dragi herlið sitt þaðan og leyfi íbúum að snúa aftur til síns heima. Ísraelar krefjast þess á móti að Hamas sleppi öllum gíslunum sem samtökin tóku í hryðjuverkaárás sinni 7. október og leiðtogar samtakanna gefist upp. Þeir hafa lýst sig tilbúna til þess að skipta á fangelsuðum Palestínumönnum fyrir gíslana en ekki til þess að hætta hernaðinum. Enn eru 133 af þeim 253 Hamas-liðar rændu í október í haldi samtakanna. Viðræðurnar hafa snúist um lausn á fjörutíu þeirra til að byrja með, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að um 33.360 Palestínumenn hafi fallið frá því að Ísraelar hófu hernað sinn. Ísraelar segja að vígamenn Hamas hafi drepið um 1.200 manns í hryðjuverkaárásinni í sunnanverðu landinu sem varð kveikjan að nýjasta stríði þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. 9. apríl 2024 06:55
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. 8. apríl 2024 11:54