„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:33 Glódís Perla var til viðtals eftir 3-1 tap Íslands í Þýskalandi gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2025 Vísir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira
Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Sjá meira