Mannréttindadómstóllinn úrskurðar aðgerðaleysi í loftlagsmálum mannréttindabrot Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun