Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 08:48 Kona í Arizona mótmælir takmörkunum á þungunarrof. Bönn og takmarkanir hafa verið samþykktar í fjölda ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022. AP/Matt York Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Íhaldssöm lögmannsstofa skaut máli þar sem reyndi á hvort að lögin frá 1864 væru enn í gildi til Hæstaréttar Arizona eftir að neðra dómstig taldi að lög frá 2022 sem heimila þungunarrof fram að fimmtándu viku meðgöngu stæðu. Niðurstaða hæstaréttar var sú að hægt væri að framfylgja lögunum frá 19. öld vegna þess að engin alríkis- eða ríkislög tryggðu rétt til þungunarrofs. Samkvæmt lögunum fornu liggur allt að tveggja til fimm ára fangelsi við þungunarrofi nema þegar líf móður er í hættu. Engar undantekningar eru fyrir fórnarlömb nauðgana eða sifjaspells. Andstæðingar þungunarrofs, sem eru enn sigurreifir eftir að íhaldssamur Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt til þungunarrofs árið 2022, fögnuðu niðurstöðunni í Arizona og sögðu hana bjarga lífi fjölda „saklausra, ófæddra barna“. Fjórir af sex hæstaréttardómurum Arizona töldu ekkert því til fyrirstöðu að lögum frá 1864 væri framfylgt.AP/Matt York Ekki liggur þó fyrir hvernig lögunum verður framfylgt í Arizona. Katie Hobbs, ríkistjóri og demókrati, fól dómsmálaráðherra ríkisins, sem er einnig demókrati, að framfylgja þungunarrofslögum ríkisins. Kris Mayes, dómsmálaráðherra, hefur sagt að hún ætli hvorki að sækja konur né lækna til saka. „Ákvörðunin í dag um að setja aftur á lög frá þeim tíma sem Arizona var ekki ríki, borgarastríðið geisaði og konur máttu ekki einu sinni kjósa fer í sögubækurnar sem svartur blettur á ríkinu okkar,“ sagði Mayes. Óvíst er um framtíð heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof í Arizona eftir dóm hæstaréttar. Breska ríkisútvarpið BBC segir dóminn geta haft áhrif á úrslit kosninganna sem fara fram í nóvember. Fyrir liggur tillaga um atkvæðagreiðslu samhliða forseta- og þingkosningunum um hvort réttur til þungunarrofs fram að 24. viku meðgöngu skuli lögfestur í Arizona.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira