Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 08:59 Katrín afhenti Bjarna lyklana í morgun. Mynd/Sigurjón Sigurjónsson Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Katrín og Bjarni hittust snemma í morgun í forsætisráðuneytinu. Katrín afhenti Bjarna lyklana og svo ræddu þau stuttlega saman. Eftir það ræddu þau við fjölmiðla. Katrín gekk úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín segir nýjan kafla nú hefjast í sínu lífi. Ný verkefni taki nú við sem hún sé tilbúin fyrir. Hún segir ljúft að fara í ný verkefni. Spurð um verkefnin í ráðuneytinu segist hún stolt af því hvernig tekist var á við heimsfaraldur Covid. Það séu önnur stór verkefni líka. Það blasi við að hún muni einhvern tímann muni hún taka það saman. Hún segist horfa fram á veginnog þakkar þjóðinni fyrir. Hún segir það hafa verið mikil forréttindi að hafa fengið að sinna embætti forsætisráðherra. Spurð um það hvað þau ræddu á skrifstofu ráðherra segir Katrín að hún hafi minnt Bjarna á það hverju hún var búin að gleyma þegar þau ræddu saman. Verkefnin séu mörg í ráðuneytinu og þeim sé ekki öllum lokið. Hún segir samstarfið hafa verið krefjandi en að það hafi gengið vel. Það hafi byggt á heiðarlegum samskiptum Forgangsatriði að tryggja framgang mála Bjarni Benediktsson segir það góða tilfinningu að vera kominn aftur í forsætisráðuneytið. Hann sé spenntur að vera kominn aftur og að vinna áfram með ríkisstjórninni. Það séu mörg mál sem þurfi að klára og svo taki önnur við. Bjarni segist aldrei hafa haft eins mikla reynslu af samstarfi við aðra flokka. Hann þekki starfsfólkið, húsið og verkefnin og treysti sér vel í það að sinna starfi forsætisráðherra. Hann segir það ekki sjálfgefið að fá að stjórna ríkisstjórn. Bjarni er sáttur í nýju ráðuneyti. Vísir/Vilhelm Bjarni segir að það megi ekki gera of mikið úr því að ríkisstjórnin sé að halda áfram. Það sé margra ára samstarfssaga, góður meirihluti á þingi og að þau haldi áfram í því umboði sem kjósendur gáfu þeim í kosningunum. Bjarni segir sitt fyrsta verk vera að tryggja framgang þingmála sem liggja í þinginu og nefnir fiskeldi, örorkukerfið og hælisleitendamál. Hann segir þau forgangsmál og það þurfi að taka á þeim í samræmi við aðstæður. Hann hafi væntingar um breiða samstöðu. Auk þess séu orkumálin. Margir að skiptast á lyklum Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gærkvöldi og munu nýir ráðherrar taka við lyklunum í sínum ráðuneytum fyrir hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem síðustu ár hefur gegnt embætti innviðaráðherra, mun taka við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur klukkan 9:30. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, sem hefur farið með embætti matvælaráðherra taka við lyklunum í innviðaráðuneytinu úr hendi Sigurðar Inga klukkan 10:00. Þórdís Kolbrún tekur aftur við lyklunum í utanríkisráðuneytinu af Bjarna klukkan 10:30 og þá mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem kemur ný inn í ríkisstjórn, taka við lyklunum í matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar klukkan 11:00. Hægt er að fylgjast með lyklaskiptunum í textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira