Hámark tryggir sjálfbærni Gylfi Ólafsson skrifar 10. apríl 2024 09:01 Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Gylfi Ólafsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi. Er það gert til að tryggja gæði upplifunar gesta skipanna og annarra ferðamanna, og stuðla að því að íbúar og gestir geti lifað í sátt og samlyndi áfram. Með þessu náum við stjórn á málaflokknum og getum vonandi dreift betur skipakomunum. Miklar tekjur, fjölbreytt aðgerðaáætlun Skemmtiferðaskipum sem koma til hafna Ísafjarðarbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár. Skyldi engan undra; Ísafjarðarbær er frábær viðkomustaður sem býður upp á skemmtilega blöndu af náttúru- og menningarupplifun. Þessari móttöku hafa fylgt miklar tekjur fyrir ferðaþjóna, verslanir og þjónustu. Mörg fyrirtæki sem starfa á ársgrundvelli og þjóna heimamönnum hefðu ekki rekstrargrundvöll án skemmtiferðaskipanna. Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta höfnin, ekki langt frá Reykjavík og Akureyri í fjölda farþega á ári. Tveir þriðju tekna hafnarinnar koma af móttöku skemmtiferðaskipa. Mörg atriði snúa að bættum gæðum í móttöku gestanna og skipanna. Unnið er að dýpkun sundanna og frágangi á nýjum viðlegukanti. Skipulagi er verið að breyta og undirbúningur hafinn að byggingu farþegahúss þar. Þá þarf að tryggja aðgengi, göngustíga, upplýsingagjöf, aðgengi að salernum og ýmsa aðra þjónustu. Hvað varðar umhverfismálin, þá bíðum við leyfis Alþingis til að geta látið hafnargjöld endurspegla umhverfiseinkunn skipanna, en okkur er það því miður óheimilt í dag. Við viljum einnig efla loftgæðamælingar og auka sýnileika þeirra niðurstaðna. Rannsóknir hingað til sýna að skipin hafa lítil áhrif á loftgæði í Skutulsfirði, jafnvel þó skipin séu stór og fjörðurinn þröngur. Þá viljum við stuðla að rafvæðingu hafnanna. Einnig er settur á fót nýr sjóður, sem raunar hefur í einfaldaðri mynd tekið til starfa, sem ætlað er að styrkja ýmis menningar-, umhverfis- og samfélagsverkefni. Þannig njóta íbúar ávinnings af móttöku skipanna með skýrum hætti. Hámark tryggir langtímahagsmuni Það sem er þó kannski fréttnæmast er hámark sem sett er á gestafjölda, en árin 2025 og 26 er sett hámark upp á um fimm þúsund farþega á dag. Með þessu er ljóst að sveitarfélagið getur orðið af einhverjum tekjum til skemmri tíma, en með því að setja mörk teljum við að hægt sé að auka langtímatekjur með bættri upplifun gesta og heimamanna. Uppbygging í tengslum við móttöku skipanna mun svo gefa tilefni til að endurskoða þessar tölur. Fyrsta skemmtiferðaskip þessa árs kemur á laugardaginn þó hér snjói enn. Gleðilegt skemmtiskipasumar! Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrir Í-listann.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun