Óvæntur dómur sem sé lyftistöng fyrir umhverfissinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 13:12 Davíð Þór er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, varaforseti Landsréttar og prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að nýr dómur réttarins í loftslagsmáli marki tímamót og gæti haft áhrif á stefnu stjórnvalda hérlendis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira