Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2024 11:06 Reglulega hefur verið fjallað um húsið við Geirsgötu í fjölmiðlum í tímans rás. Kallað var eftir andlitslyftingu í þessari grein sem birtist árið 1977. Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira