Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2024 11:06 Reglulega hefur verið fjallað um húsið við Geirsgötu í fjölmiðlum í tímans rás. Kallað var eftir andlitslyftingu í þessari grein sem birtist árið 1977. Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira