Höfum við efni á Hjartagosum? Sigþrúður Ármann skrifar 11. apríl 2024 11:24 Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sigþrúður Ármann Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun