Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 12:49 Jóhann Páll segir atvinnurekendur noti kröfuna umveikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki. Og hann spurði Willum Þór hvað hann ætlaði að gera í því. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“ Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“
Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira