Allskonar fyrir aumingja Gudmundur Felix Gretarsson skrifar 11. apríl 2024 16:30 Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er mér ávallt minnisstætt þegar Besti flokkurinn kom fram á sjónarsviðið og lofaði að “gera allskonar fyrir aumingja”. Þessi orð hittu svo sannanlega naglann á höfuðið sem skilaboð frambjóðenda fyrir kosningar. Sumum þótti kannski orðalagið óviðeigandi en fyrir okkur fólk með fötlun var þetta hárrétt þýðing á kosningaloforðum þeirra sem skreyttu sig með umhyggju fyrir málaflokknum. Í vikunni sýndi RUV Kveik þáttinn um fólkið í geymslunni. Þessi þáttur sýndi okkur glöggt hvernig er haldið utan um málefni fatlaðs fólks og hefur verið á áratugi. Það getur enginn ófatlaður einstaklingur gert sér í hugarlund áfallið við það að missa skyndilega getuna til að eiga sjálfstætt líf. En áfallið sem kemur á eftir þar sem bjargarlausu fólki er meinað um alla mannlega reisn er ofbeldi sem hægt er að stöðva og ætti aldrei að viðgangast í siðuðu velferðarsamfélagi. Ég þekki það vel á eigin skinni hvernig það er að búa við fötlun. Ég er einn af þeim heppnu. Ég bjó í eigin húsnæði og alla morgna fékk ég aðstoð á heimilið við að klæða mig og fæða. Næstu 24 tíma keyrði ég svo á milli vina og ættingja þar sem ég fékk ýmist að borða eða aðstoð á salerni. Áhugamál og félagslíf var lúxus sem best var að hætta að hugsa um strax. Líf fatlaðs fólks er eins og fangelsi án glæps. Lífsgæðin algerlega undir vinum og ættingjum komin. Sum okkar eru heppin, önnur ekki. Ef þátturinn um fólkið í geymslunni hefur kennt okkur eitthvað þá er það að pólitíkin gerir ekkert fyrir þær einu sakir að “það er rétt að gera”. Eflaust er margt gott fólk í pólitík sem vildi gera meira, en athyglin flæðir þangað sem hávaðinn er mestur. Frá geymslunni kemur bara ærandi þögn hinna raddlausu. Málefni fatlaðra er bara einn angi af skeytingarleysi stjórnmálanna. Málefni fólks með fíknisjúkdóma er í algjörum ólestri og aldraðir liggja á göngum sjúkrahúsa vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Ég býð mig fram til að standa vörð um reisn allra sem byggja þetta samfélag. Ég býð mig fram fyrir hönd þeirra sem get það ekki sjálf. Ég býð mig fram vegna þess að ég þekki þjáningar hinna ósýnilegu. Ég býð mig fram því ég er rödd hinna raddlausu. Það versta sem getur hent samfélög er skeytingarleysi. Þegar okkur finnst þjáning annara ekki koma okkur við þá höfum við misst hluta af því sem gerir okkur mannleg. Höfundur er rafveituvirki og forsetaframbjóðandi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar