Kveðjugjöf Katrínar Stefán Halldórsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Vinstri græn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun