„Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira