„Það er mikið og margt að í þessu máli“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2024 22:00 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari liðs Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson var afar ánægður með sitt lið eftir sigur Grindavíkur á Tindastóli í kvöld. Hann vildi lítið tjá sig um yfirvofandi leikbann DeAndre Kane en sagði mikið og margt að í málinu. „Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20