Hin íslenska þversögn: Róttækur femínismi og félagslegur ójöfnuður Valerio Gargiulo skrifar 12. apríl 2024 07:30 Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Valerio Gargiulo Flóttafólk á Íslandi Leigumarkaður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar