Utan vallar: Hanskinn passaði inn á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2024 10:00 OJ ávarpar fólkið á heimavelli Buffalo Bills. vísir/getty Einn umdeildasti einstaklingur síðustu áratuga, OJ Simpson, er fallinn frá. Magnaður íþróttamaður og morðingi í hugum flestra. Það vita flestir hver OJ er og þá aðallega af því að hann var sakaður um að myrða tvær manneskjur. Fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown, og vin hennar Ron Goldman. Flest hugsandi fólk sem hefur kynnt sér það mál vel er sannfært um að OJ var morðingi. Það er með hreinum ólíkindum að hann hafi gengið laus eftir þann verknað. Lögfræðiteymi hans spilaði vel inn á andrúmsloftið í Bandaríkjunum á þeim tíma og vann kraftaverk í að halda honum utan veggja fangelsis. Ég var nemi í Bandaríkjunum kvöldið sem hann var á hvíta Broncoinum með alla lögregluna í LA á eftir sér. Íþróttafíkillinn ég var að horfa á úrslit NBA-deildarinnar og ég mun aldrei gleyma því er skipt var af leiknum yfir á eltingarleikinn. Myndin sem flestir muna eftir er þeir hugsa um OJ. Hvítur Bronco sem vinur Simpson, Al Cowlings, keyrir og aftur í liggur OJ. Löggan á eftir honum. Er þeir keyrðu um götur LA þusti fólk út á götur með skilti til stuðnings OJ.vísir/getty Eftir það snérist allt í Bandaríkjunum um OJ og það var eftirminnilegt að fylgjast með. Í skólanum var hreinlega ekki talað um annað næstu vikurnar og lítið annað komst að í fjölmiðlum. Ég man ekki eftir öðru eins. Mynd af OJ í réttarsalnum prýddi svo forsíðu íþróttatímaritsins Sports Illustrated. Áhuginn á málinu var slíkur að hann var eflaust líka á forsíðum prjónablaða. Þetta var fjölmiðlafár af skala sem ekki þekktist áður. Fyrir eltingarleikinn var OJ stjarna og hetja í Bandaríkjunum. Einstakt hæfileikabúnt sem hafði slegið í gegn í NFL-deildinni og síðar sem leikari. Má eflaust deila um hversu góður leikur hans var í The Naked Gun en hann var klárlega ein af stjörnum þeirrar vinsælu myndar. Það er sturluð staðreynd að hann kom til greina að leika The Terminator en blessunarlega var Arnold Schwarzenegger valinn til þess arna. OJ með hin eftirsóttu Heisman-verðlaun. Þarna blasti við honum björt framtíð.vísir/getty Í þessum pistli ætla ég að segja ykkur aðeins frá íþróttamanninum OJ en hann er einn besti hlaupari sögunnar í NFL-deildinni. OJ spilaði sinn háskólabolta með USC í Kaliforníu og fékk hin eftirsóttu Heisman-verðlaun í háskólaboltanum. Afar virt verðlaun sem besti háskólaleikmaðurinn í amerískum fótbolta fær á hverju ári. Það var snemma ljóst að hans beið glæst framtíð í boltanum. Þar passaði hanskinn fullkomlega ólíkt því sem hann gerði í réttarsalnum um árið. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1969 af Buffalo Bills og fékk stærsta samning sem íþróttamaður hafði þá fengið í Bandaríkjunum. Hann spilaði nánast allan sinn feril í NFL-deildinni með félaginu. Hann var hlaupari og var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 1973. Það var hans langbesta ár. Hann var fimm sinnum í úrvalsliði deildarinnar, fjórum sinnum hljóp hann mest allra í deildinni og tvisvar sinnum skoraði hann flest snertimörk allra. Arfleifð OJ í boltanum mun lifa í Buffalo.vísir/getty Hann var fyrstur til þess að hlaupa yfir 2.000 jarda og er sá eini í sögunni sem gerði það á fjórtán leikja tímabili. Það gerði hann líka í slöku liði Bills sem hann bar á herðunum. Liðið var það slakt að hann spilaði aðeins einn leik í úrslitakeppni allan ferilinn. Eitt tímabilið var hann með yfir 143 jarda að meðaltali í leik sem er eitt af hans glæsilegustu metum sem verður líklega aldrei slegið. OJ var óstöðvandi afl þegar hann var upp á sitt besta. Ég var staddur í Buffalo síðasta haust og arfleifð hans þar sem fótboltamanns er ekki gleymd. Nafnið hans er í stórum stöfum inn á heimavelli félagsins og hann verður alltaf í miklum metum þar vegna þess sem hann gerði fyrir félagið. Hann átti magnaðan feril sem kom honum alla leið í heiðurshöll NFL-deildarinnar í Canton. Það er þó ekki þessi glæsti ferill sem fólk man eftir að honum gengnum. NFL Utan vallar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Sjá meira
Það vita flestir hver OJ er og þá aðallega af því að hann var sakaður um að myrða tvær manneskjur. Fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown, og vin hennar Ron Goldman. Flest hugsandi fólk sem hefur kynnt sér það mál vel er sannfært um að OJ var morðingi. Það er með hreinum ólíkindum að hann hafi gengið laus eftir þann verknað. Lögfræðiteymi hans spilaði vel inn á andrúmsloftið í Bandaríkjunum á þeim tíma og vann kraftaverk í að halda honum utan veggja fangelsis. Ég var nemi í Bandaríkjunum kvöldið sem hann var á hvíta Broncoinum með alla lögregluna í LA á eftir sér. Íþróttafíkillinn ég var að horfa á úrslit NBA-deildarinnar og ég mun aldrei gleyma því er skipt var af leiknum yfir á eltingarleikinn. Myndin sem flestir muna eftir er þeir hugsa um OJ. Hvítur Bronco sem vinur Simpson, Al Cowlings, keyrir og aftur í liggur OJ. Löggan á eftir honum. Er þeir keyrðu um götur LA þusti fólk út á götur með skilti til stuðnings OJ.vísir/getty Eftir það snérist allt í Bandaríkjunum um OJ og það var eftirminnilegt að fylgjast með. Í skólanum var hreinlega ekki talað um annað næstu vikurnar og lítið annað komst að í fjölmiðlum. Ég man ekki eftir öðru eins. Mynd af OJ í réttarsalnum prýddi svo forsíðu íþróttatímaritsins Sports Illustrated. Áhuginn á málinu var slíkur að hann var eflaust líka á forsíðum prjónablaða. Þetta var fjölmiðlafár af skala sem ekki þekktist áður. Fyrir eltingarleikinn var OJ stjarna og hetja í Bandaríkjunum. Einstakt hæfileikabúnt sem hafði slegið í gegn í NFL-deildinni og síðar sem leikari. Má eflaust deila um hversu góður leikur hans var í The Naked Gun en hann var klárlega ein af stjörnum þeirrar vinsælu myndar. Það er sturluð staðreynd að hann kom til greina að leika The Terminator en blessunarlega var Arnold Schwarzenegger valinn til þess arna. OJ með hin eftirsóttu Heisman-verðlaun. Þarna blasti við honum björt framtíð.vísir/getty Í þessum pistli ætla ég að segja ykkur aðeins frá íþróttamanninum OJ en hann er einn besti hlaupari sögunnar í NFL-deildinni. OJ spilaði sinn háskólabolta með USC í Kaliforníu og fékk hin eftirsóttu Heisman-verðlaun í háskólaboltanum. Afar virt verðlaun sem besti háskólaleikmaðurinn í amerískum fótbolta fær á hverju ári. Það var snemma ljóst að hans beið glæst framtíð í boltanum. Þar passaði hanskinn fullkomlega ólíkt því sem hann gerði í réttarsalnum um árið. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1969 af Buffalo Bills og fékk stærsta samning sem íþróttamaður hafði þá fengið í Bandaríkjunum. Hann spilaði nánast allan sinn feril í NFL-deildinni með félaginu. Hann var hlaupari og var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 1973. Það var hans langbesta ár. Hann var fimm sinnum í úrvalsliði deildarinnar, fjórum sinnum hljóp hann mest allra í deildinni og tvisvar sinnum skoraði hann flest snertimörk allra. Arfleifð OJ í boltanum mun lifa í Buffalo.vísir/getty Hann var fyrstur til þess að hlaupa yfir 2.000 jarda og er sá eini í sögunni sem gerði það á fjórtán leikja tímabili. Það gerði hann líka í slöku liði Bills sem hann bar á herðunum. Liðið var það slakt að hann spilaði aðeins einn leik í úrslitakeppni allan ferilinn. Eitt tímabilið var hann með yfir 143 jarda að meðaltali í leik sem er eitt af hans glæsilegustu metum sem verður líklega aldrei slegið. OJ var óstöðvandi afl þegar hann var upp á sitt besta. Ég var staddur í Buffalo síðasta haust og arfleifð hans þar sem fótboltamanns er ekki gleymd. Nafnið hans er í stórum stöfum inn á heimavelli félagsins og hann verður alltaf í miklum metum þar vegna þess sem hann gerði fyrir félagið. Hann átti magnaðan feril sem kom honum alla leið í heiðurshöll NFL-deildarinnar í Canton. Það er þó ekki þessi glæsti ferill sem fólk man eftir að honum gengnum.
NFL Utan vallar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Sjá meira