Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 4-0 | Vondur dagur hjá Vestra Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:45 Blikar fagna marki gegn Vestra í dag. Visir/ Hulda Margrét Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í dag. Fyrri hálfleikur var með eindæmum leiðinlegur áhorfs. Vestra menn, eins og við mátti búast, lögðust aftarlega á völlinn og vildu fyrst og fremst halda markinu sínu hreinu. Þeim tókst það í fyrri hálfleik og í raun tókst að halda algjörlega aftur af sóknaraðgerðum Blika. Ekkert marktækt gerðist í þessum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var þeim mun skárri en þá fóru heimamenn að ná að opna gestina. Fyrsta mark leiksins kom á 51. Mínútu. Það gerði Viktor Karl Einarsson eftir góðan undirbúning Arons Bjarna og Jasons Daða. Blikar komust í 2-0 á 63. Mínútu með marki frá fyrirliða sínum, Höskuldi Gunnlaugssyni, af vítapunktinum. Sergine Fall hafði brotið á Aroni Bjarnasyni og víti dæmt. Því næst fækkaði í liði Vestra þegar Elvar Baldvinsson kastaði sér í tæklingu á Jason Daða Svanþórsson. Sigurður Hjörtur fór og ræddi við sinn aðstoðarmann á hliðarlínunni og niðurstaðan sú að reka Elvar af velli með beint rautt spjald. Slíkar tæklingar sjáum við oft í fótbolta og yfirleitt er það leyst með gulu spjaldi. Óþarfi að gefa rautt að mínu mati. 2-0 undir og manni færri varð róðurinn erfiður fyrir gestina. Þriðja mark blika kom svo frá varamanni. Dagur Örn Fjedsted gerði það stuttu eftir að hann kom inná með bylmingsskoti af vítateigslínunni. Hans fyrsta mark í efstu deild. Blikar lokuðu svo leiknum með marki í uppbótartíma. Þá skallaði KRistófer Ingi boltanum í Fatai, miðjumann Vestra, og þaðan í netið. Sjálfsmark. Lokatölur 4-0 heimasigur. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins. Eftir 50 mínútur af skipulögðum og sterkum varnarleik hjá Vestra náðu Blikar loks að draga þá úr stöðum, mynda pláss fyrir sína hættulegustu menn og brjóta ísinn. Verð líka að nefna þetta rauða spjald á Elvar Baldvins. Mér persónulega fannst þetta alls ekki eiga að vera meira en gult. Eftir það var leikurinn búinn og Blikar sigldu sigrinum heim. Úr nægu að taka hér því Ísak Snær og Patrik Jo komu til baka í dag og Dagur Örn skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins í dag koma úr liði heimamanna. Viktor Karl átti flottan leik og skoraði markið sem braut ísinn. Jason Daði ógnaði sífellt og lagði upp fyrsta markið. Það var líka hann sem sótti rauða spjaldið á Elvar. Skúrkarnir eru Vestramenn. Þar ætla ég að setja Elvar Baldvinsson sem var í brasi á köflum með Jason Daða og Höskuld áður en hann svo lætur reka sig útaf, ósanngjarnt en það var samt niðurstaða dómarans. Sóknarleikur Vestra í heild sinni er annar skúrkur dagsins. Þeir fengu eitt færi sem hægt er að tala um ásamt því að eiga mjög erfitt með að tengja saman sendingar. Dómarinn Sigurður Hjörtur á eina ranga ákvörðun í dag að mínu mati. Eins og ég hef komið inná er ég ósammála þessu rauða spjaldi. Tæklingin er ekki svona gróf og Jason er ekki kominn í það góða stöðu að það réttlæti rautt spjald. Stór mínus þar en annars voru flestar litlar ákvarðanir, vítið, gul spjöld og fleira alveg á pari. Stemning og umgjörð Stemningin var ekkert sérstök á vellinum. 1200 manns mættu en það var ekki að sjá. Smá hvatning frá hvoru liði í fyrri hálfleik og svo aðeins undir lokin þegar leikurinn var unninn hjá Blikum. Aðallega stemning í kringum Ísak Snær sem virðist vera fan favotire hér á Kópavogsvelli. Umgjörðin er góð á Kópavogsvelli. Við blaðamenn fengum volgan sjoppuborgara og eftirréttarplatta. Kvörtum ekki undan því. Einn af þremur veikustu Liverpool mönnum landsins, Kristján Ingi Gunnarsson, sá vel um okkur í stúkunni. Alltaf sama brasið að komast niður á völl en það reddast alltaf á endanum. Viðtöl Besta deild karla Breiðablik Vestri
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildar karla á Kópavogsvelli í dag. Fyrri hálfleikur var með eindæmum leiðinlegur áhorfs. Vestra menn, eins og við mátti búast, lögðust aftarlega á völlinn og vildu fyrst og fremst halda markinu sínu hreinu. Þeim tókst það í fyrri hálfleik og í raun tókst að halda algjörlega aftur af sóknaraðgerðum Blika. Ekkert marktækt gerðist í þessum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var þeim mun skárri en þá fóru heimamenn að ná að opna gestina. Fyrsta mark leiksins kom á 51. Mínútu. Það gerði Viktor Karl Einarsson eftir góðan undirbúning Arons Bjarna og Jasons Daða. Blikar komust í 2-0 á 63. Mínútu með marki frá fyrirliða sínum, Höskuldi Gunnlaugssyni, af vítapunktinum. Sergine Fall hafði brotið á Aroni Bjarnasyni og víti dæmt. Því næst fækkaði í liði Vestra þegar Elvar Baldvinsson kastaði sér í tæklingu á Jason Daða Svanþórsson. Sigurður Hjörtur fór og ræddi við sinn aðstoðarmann á hliðarlínunni og niðurstaðan sú að reka Elvar af velli með beint rautt spjald. Slíkar tæklingar sjáum við oft í fótbolta og yfirleitt er það leyst með gulu spjaldi. Óþarfi að gefa rautt að mínu mati. 2-0 undir og manni færri varð róðurinn erfiður fyrir gestina. Þriðja mark blika kom svo frá varamanni. Dagur Örn Fjedsted gerði það stuttu eftir að hann kom inná með bylmingsskoti af vítateigslínunni. Hans fyrsta mark í efstu deild. Blikar lokuðu svo leiknum með marki í uppbótartíma. Þá skallaði KRistófer Ingi boltanum í Fatai, miðjumann Vestra, og þaðan í netið. Sjálfsmark. Lokatölur 4-0 heimasigur. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins. Eftir 50 mínútur af skipulögðum og sterkum varnarleik hjá Vestra náðu Blikar loks að draga þá úr stöðum, mynda pláss fyrir sína hættulegustu menn og brjóta ísinn. Verð líka að nefna þetta rauða spjald á Elvar Baldvins. Mér persónulega fannst þetta alls ekki eiga að vera meira en gult. Eftir það var leikurinn búinn og Blikar sigldu sigrinum heim. Úr nægu að taka hér því Ísak Snær og Patrik Jo komu til baka í dag og Dagur Örn skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins í dag koma úr liði heimamanna. Viktor Karl átti flottan leik og skoraði markið sem braut ísinn. Jason Daði ógnaði sífellt og lagði upp fyrsta markið. Það var líka hann sem sótti rauða spjaldið á Elvar. Skúrkarnir eru Vestramenn. Þar ætla ég að setja Elvar Baldvinsson sem var í brasi á köflum með Jason Daða og Höskuld áður en hann svo lætur reka sig útaf, ósanngjarnt en það var samt niðurstaða dómarans. Sóknarleikur Vestra í heild sinni er annar skúrkur dagsins. Þeir fengu eitt færi sem hægt er að tala um ásamt því að eiga mjög erfitt með að tengja saman sendingar. Dómarinn Sigurður Hjörtur á eina ranga ákvörðun í dag að mínu mati. Eins og ég hef komið inná er ég ósammála þessu rauða spjaldi. Tæklingin er ekki svona gróf og Jason er ekki kominn í það góða stöðu að það réttlæti rautt spjald. Stór mínus þar en annars voru flestar litlar ákvarðanir, vítið, gul spjöld og fleira alveg á pari. Stemning og umgjörð Stemningin var ekkert sérstök á vellinum. 1200 manns mættu en það var ekki að sjá. Smá hvatning frá hvoru liði í fyrri hálfleik og svo aðeins undir lokin þegar leikurinn var unninn hjá Blikum. Aðallega stemning í kringum Ísak Snær sem virðist vera fan favotire hér á Kópavogsvelli. Umgjörðin er góð á Kópavogsvelli. Við blaðamenn fengum volgan sjoppuborgara og eftirréttarplatta. Kvörtum ekki undan því. Einn af þremur veikustu Liverpool mönnum landsins, Kristján Ingi Gunnarsson, sá vel um okkur í stúkunni. Alltaf sama brasið að komast niður á völl en það reddast alltaf á endanum. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti