„Leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2024 17:02 DeAndre Kane spilar ekki gegn Stólunum á mánudag. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem deildin gagnrýnir vinnubrögð KKÍ harkalega. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað í deildarleik í lok mars. Þar sem dómurinn kemur seint þá tekur hann bannið út í úrslitakeppninni en ekki í deildinni. Í yfirlýsingunni kemur fram að Kane hafi upphaflega verið dæmdur í tveggja leikja bann og ekki hefur komið fram af hverju bannið var stytt í einn leik enda ekki búið að birta neitt um málið á heimasíðu KKÍ. Vísir hefur aftur á móti fengið niðurstöðu aganefndar og hana má sjá á myndinni hér að neðan. Enn fremur kemur fram að KKÍ hafi sent Grindavík tölvupóst vegna málsins á vitlaust netfang. Það er því margt sem Grindvíkingar eru ósáttir við en bannið mun standa og Kane spilar ekki næsta leik á Króknum. Yfirlýsing Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild UMFG gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sem og skrifstofu sambandsins, vegna atviks sem upp kom í leik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 28. mars. Hefði málið hlotið eðlilegan framgang hefði bannið tekið gildi í síðasta deildarleik UMFG, en þess í stað framlengist það fram í úrslitakeppni. Aga- og úrskurðanefnd hefur að einhverju leyti reynt að klóra yfir mistök sín og stytt bannið í einn leik en betur má ef duga skal. Kallaði nefndin eftir sjónarmiðum UMFG þriðjudaginn 30. mars en var það ákall sent á rangt netfang og svo ítrekað aftur á rangt netfang 2. apríl. Þann 8. apríl barst UMFG loks tölvupóstur á rétt netfang frá skrifstofu KKÍ með úrskurði í agamáli 41/2023-2024 þar sem leikmanni nr. 7 í liði UMFG, DeAndre Kane, var gert að sæta tveggja leikja banni sem taki gildi þá þegar. Úrskurður þessi er ódagsettur en samkvæmt skrifstofu KKÍ var hann kveðinn upp að morgni mánudagsins 8. apríl. Hefur hann af einhverjum sökum ekki enn verið birtur á vefsíðu sambandsins. Það er margt við þessa tímalínu atburða að athuga, fyrir utan þá grófu yfirsjón að senda mikilvæga tölvupósta ítrekað á rangt netfang. Alla jafna kveður aganefnd upp úrskurði á miðvikudögum og skulu þeir birtir á heimasíðu KKÍ. Úrskurðir nefndarinnar varðandi agamál taka almennt gildi klukkan 12:00 á hádegi næsta fimmtudag frá birtingu þeirra. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju aga- og úrskurðarnefnd tók meðvitaða ákvörðun um að draga meðferð málsins fram yfir miðvikudaginn 3. apríl. Nefndin hafði undir höndum atvikaskýrslu dómara og mátti vera fullljóst að málinu kynni að lykta með leikbanni kæmu ekki fram önnur gögn sem leitt gætu til annarrar niðurstöðu. Þá gerir UMFG einnig alvarlegar athugasemdir við að nefndin hafi byggt úrskurðinn á gögnum sem aflað var frá dómurum leiksins 2. apríl en voru aldrei send til félagsins til að taka afstöðu til og því gat félagið ekki brugðist við þeim í greinagerð sinni og andmælum. Einnig þykir okkur skjóta nokkuð skökku við að úrskurðurinn sé byggður á fyrri úrskurði í sama máli sem hefur verið felldur úr gildi. Efnislega er stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ekki sammála atvikalýsingu dómara leiksins. Þar segir m.a. að leikmaður hafi gengið ógnandi að dómara í lok leiks en myndbandsupptaka sýnir að leiktíminn var ekki runninn út og leikmaðurinn virtist nokkuð yfirvegaður í mótmælum sínum. Í vetur hafa komið upp ófá atvik þar sem leikmenn hafa arkað mjög ákveðið í átt að dómurum, verið mjög æstir og látið hávær orð falla án nokkurra afleiðinga. Það gefur augaleið að leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara eftir þennan leik þegar framkoma hans er borin saman við þessi atvik. Er það von körfuknattleiksdeildar UMFG að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ og skrifstofa sambandsins muni bæta sín vinnubrögð og fagmennsku eftirleiðis. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06 „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað í deildarleik í lok mars. Þar sem dómurinn kemur seint þá tekur hann bannið út í úrslitakeppninni en ekki í deildinni. Í yfirlýsingunni kemur fram að Kane hafi upphaflega verið dæmdur í tveggja leikja bann og ekki hefur komið fram af hverju bannið var stytt í einn leik enda ekki búið að birta neitt um málið á heimasíðu KKÍ. Vísir hefur aftur á móti fengið niðurstöðu aganefndar og hana má sjá á myndinni hér að neðan. Enn fremur kemur fram að KKÍ hafi sent Grindavík tölvupóst vegna málsins á vitlaust netfang. Það er því margt sem Grindvíkingar eru ósáttir við en bannið mun standa og Kane spilar ekki næsta leik á Króknum. Yfirlýsing Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild UMFG gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sem og skrifstofu sambandsins, vegna atviks sem upp kom í leik Grindavíkur og Stjörnunnar þann 28. mars. Hefði málið hlotið eðlilegan framgang hefði bannið tekið gildi í síðasta deildarleik UMFG, en þess í stað framlengist það fram í úrslitakeppni. Aga- og úrskurðanefnd hefur að einhverju leyti reynt að klóra yfir mistök sín og stytt bannið í einn leik en betur má ef duga skal. Kallaði nefndin eftir sjónarmiðum UMFG þriðjudaginn 30. mars en var það ákall sent á rangt netfang og svo ítrekað aftur á rangt netfang 2. apríl. Þann 8. apríl barst UMFG loks tölvupóstur á rétt netfang frá skrifstofu KKÍ með úrskurði í agamáli 41/2023-2024 þar sem leikmanni nr. 7 í liði UMFG, DeAndre Kane, var gert að sæta tveggja leikja banni sem taki gildi þá þegar. Úrskurður þessi er ódagsettur en samkvæmt skrifstofu KKÍ var hann kveðinn upp að morgni mánudagsins 8. apríl. Hefur hann af einhverjum sökum ekki enn verið birtur á vefsíðu sambandsins. Það er margt við þessa tímalínu atburða að athuga, fyrir utan þá grófu yfirsjón að senda mikilvæga tölvupósta ítrekað á rangt netfang. Alla jafna kveður aganefnd upp úrskurði á miðvikudögum og skulu þeir birtir á heimasíðu KKÍ. Úrskurðir nefndarinnar varðandi agamál taka almennt gildi klukkan 12:00 á hádegi næsta fimmtudag frá birtingu þeirra. Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju aga- og úrskurðarnefnd tók meðvitaða ákvörðun um að draga meðferð málsins fram yfir miðvikudaginn 3. apríl. Nefndin hafði undir höndum atvikaskýrslu dómara og mátti vera fullljóst að málinu kynni að lykta með leikbanni kæmu ekki fram önnur gögn sem leitt gætu til annarrar niðurstöðu. Þá gerir UMFG einnig alvarlegar athugasemdir við að nefndin hafi byggt úrskurðinn á gögnum sem aflað var frá dómurum leiksins 2. apríl en voru aldrei send til félagsins til að taka afstöðu til og því gat félagið ekki brugðist við þeim í greinagerð sinni og andmælum. Einnig þykir okkur skjóta nokkuð skökku við að úrskurðurinn sé byggður á fyrri úrskurði í sama máli sem hefur verið felldur úr gildi. Efnislega er stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ekki sammála atvikalýsingu dómara leiksins. Þar segir m.a. að leikmaður hafi gengið ógnandi að dómara í lok leiks en myndbandsupptaka sýnir að leiktíminn var ekki runninn út og leikmaðurinn virtist nokkuð yfirvegaður í mótmælum sínum. Í vetur hafa komið upp ófá atvik þar sem leikmenn hafa arkað mjög ákveðið í átt að dómurum, verið mjög æstir og látið hávær orð falla án nokkurra afleiðinga. Það gefur augaleið að leikmaður Grindavíkur naut ekki sannmælis í atvikaskýrslu dómara eftir þennan leik þegar framkoma hans er borin saman við þessi atvik. Er það von körfuknattleiksdeildar UMFG að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ og skrifstofa sambandsins muni bæta sín vinnubrögð og fagmennsku eftirleiðis.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06 „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Sjá meira
Kane fær ekki að spila á Króknum Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. 12. apríl 2024 13:06
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn