Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 20:05 Frá kynningu nýrrar ríkisstjórnar í Hörpu. vísir/vilhelm Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30