Frelsið er yndislegt Birgir Birgisson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun