Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 14:48 Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024 Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila