Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 14:48 Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024 Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00