Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Yousef Ingi Tamimi skrifar 15. apríl 2024 07:01 Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Eurovision Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun