Fordæmi Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu. Hins vegar hefur Katrín Jakobsdóttir sagt sig frá öllum pólitískum trúnaðarstörfum í kjölfar þess að hún tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. Ekki einungis sem formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Með því hefur hún með afgerandi hætti undirstrikað það að hún sé hætt þátttöku í stjórnmálum. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður, og lagalega séð forsætisráðherra líka eins og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, hefur bent á, og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri. Katrín kaus hins vegar að segja strax af sér og setja þar með nýtt fordæmi. Þá hefur hún afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Finnland ekki þroskað lýðræðisríki? Fullyrðingar um að ekkert dæmi sé um það að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í þroskuðu lýðræðisríki í Evrópu standast ekki skoðun. Enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir ráðherrar í álfunni, til að mynda forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem og þingmenn og flokksformenn hafi farið í forsetaframboð og þá iðulega ekki sagt af sér embætti nema þeir hafi náð kjöri. Til að mynda má nefna í þeim efnum Mauno Koivisto, fyrrverandi forseta Finnlands, líkt og Stefán Pálsson sagnfræðingur gerði í samtali við mbl.is á dögunum. Koivisto lét ekki af embætti forsætisráðherra fyrr en daginn áður en hann tók við forsetaembættinu 1982. Stefán nefndi einnig Törju Halonen til sögunnar sem sagði ekki af embætti utanríkisráðherra Finnlands fyrr en eftir að hafa verið kjörin forseti árið 2000. Enn fremur má til dæmis nefna þá Carlo Azeglio Ciampi sem var kosinn forseti Ítalíu 1999 og fór beint í embætti forseta úr stóli fjármálaráðherra landsins, Edgars Rinkēvičs sem var kjörinn forseti Eistlands á síðasta ári og sagði af sér embætti utanríkisráðherra sama dag og hann tók við forsetaembættinu og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýzkalands, sem var enn utanríkisráðherra landsins þegar hann var tilnefndur. Fordæmi bæði innan lands og utan Hvernig sem á málið er annars litið er vægast sagt vandséð hvernig hægt er að fá það út að í því felist valdasækni að segja af sér valdamesta embætti landsins auk þingmennsku og formennsku í stjórnmálaflokki til þess að bjóða sig fram í embætti sem ekki sízt í samanburði hefur sáralítil völd og það löngu áður en nokkuð liggur fyrir um það hvernig kosningarnar fara. Þvert á móti er ljóslega verið að sækjast eftir miklu minni völdum. Hvað varðar tal um það að framboð Katrínar sé orðið að einhvers konar álitshnekki á alþjóðavísu heldur slíkt að sama skapi engu vatni. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að velþekkt er erlendis að bæði þingmenn og ráðherrar fari í forsetaframboð og segi einungis af sér nái þeir kjöri. Miklu fremur er Katrín ekki síður að setja fordæmi alþjóðlega en innanlands um að þingmenn og ráðherrar segi af sér fari þeir í slíkt framboð. Kosningabaráttan fram að forsetakosningunum 1. júní verður vonandi málefnalegri en þau dæmi sem fjallað hefur verið um hér að framan. Með því að beita slíkum meðölum er eðli málsins samkvæmt verið að lýsa því yfir að málefnalegum rökum sé ekki fyrir að fara. Annars væri jú ekki þörf á því að grípa til slíkra óyndisúrræða. Slíkt dæmir sig vitanlega sjálft en stundum er framgangan slík að illa verður orða bundizt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun