Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 06:40 Katrín og Baldur mælast nú með mest fylgi í könnunum. Langt er hins vegar til kosninga og margt getur breyst. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 25,8 prósent ætla að kjósa Baldur en 22,1 prósent sögðust ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þriðji í könnuninni var Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, með 16,8 prósent fylgi. Vert er að vekja athygli á því að munurinn á Baldri og Katrínu er ekki tölfræðilega marktækur. Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 14. apríl. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi en samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem baráttan verði, að öllu óbreyttu, á milli Baldurs, Katrínar og Jóns. Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sögðust um 30 prósent ætla að kjósa Katrínu, 26 prósent Baldur og um 18 prósent Jón. Þá var munurinn á milli Katrínar og Baldurs heldur ekki marktækur tölfræðilega. Samkvæmt könnun Prósents er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri með um 10 prósent fylgi. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við fréttastofu um helgina í kjölfar þess að niðurstöður Þjóðarpúlsins voru birtar. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira