Fór heim í fýlu og verður refsað Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 13:30 Naby Keita hefur afar lítið spilað með Werder Bremen eftir komuna frá Liverpool í fyrrasumar, enda mikið glímt við meiðsli. Getty/Max Ellerbrake Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026. Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026.
Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira