Íslenski boltinn

Al­freð og fleiri jálkar með ó­vænt félaga­skipti yfir í Augna­blik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð var heiðraður eftir að landsliðsskórnir fóru á hilluna frægu.
Alfreð var heiðraður eftir að landsliðsskórnir fóru á hilluna frægu. vísir/Anton

Alfreð Finnbogason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hefur óvænt fengið félagaskipti yfir í Augnablik sem trónir á toppi 3. deildar um þessar mundir.

Hinn 36 ára gamli Alfreð á að baki glæstan feril þar sem hann meðal annars lék fyrir lið á borð við Heerenveen, Real Sociedad, Olympiacos, Augsburg og Lyngby.

Einnig lék hann 73 A-landsleiki og skoraði 18 mörk, þar á meðal mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018.

Hann starfar í dag sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Segja má þó að vissu leyti hafi meistaraflokksferill hans hafist hjá Augnabliki og því sé Alfreð að loka hringnum.

Alfreð er langt í eini fyrrverandi leikmaður Breiðabliks sem hefur fengið skipti yfir í Augnablik. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Blika, hefur sömuleiðis skipt yfir. Sömu sögu er að segja af Elfari Frey Helgasyni og Finni Orra Margeirssyni. 

Það er því ljóst að Augnablik ætlar að treysta á reynsluna til að koma sér upp úr 3. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×