Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 23:15 Á leið til Manchester? Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira
Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira