Önnur árás í Sydney Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 10:47 Lögreglan hefur verið með mikinn viðbúnað við kirkjuna þar sem árásin var framin í Ástralíu. EPA Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Ástralía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn. Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn. Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri. Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka. Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield. Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur. Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af. Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ástralía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira