Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 16:05 Að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.” Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.”
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira