Rifust um hver átti að taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:30 Cole Palmer er kominn með boltann en þeir Noni Madueke og Nicolas Jackson ætluðu ekki að gefa sig. Fyrirliðinn Conor Gallagher reynir að miðla málum. Getty/Catherine Ivill Knattspyrnustjóri Chelsea ætti að öllu eðlilegu að vera mjög kátur og glaður eftir 6-0 sigur á Everton en annað kom á daginn í gærkvöldi. Barnalegt rifrildi leikmanna Chelsea liðsins stal senunni frá frábærri frammistöðu. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira