Rifust um hver átti að taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:30 Cole Palmer er kominn með boltann en þeir Noni Madueke og Nicolas Jackson ætluðu ekki að gefa sig. Fyrirliðinn Conor Gallagher reynir að miðla málum. Getty/Catherine Ivill Knattspyrnustjóri Chelsea ætti að öllu eðlilegu að vera mjög kátur og glaður eftir 6-0 sigur á Everton en annað kom á daginn í gærkvöldi. Barnalegt rifrildi leikmanna Chelsea liðsins stal senunni frá frábærri frammistöðu. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira