Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert. Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert.
Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira