Dæmi um burðardýr með tvö hundruð pakkningar innvortis Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2024 20:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur lagt magn á helmingi meira magn kókaíns það sem af er ári, samanborið við árið 2023. Dæmi er um að burðardýr hafi haft yfir tvö hundruð pakkningar innvortis. Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Samkvæmt tölum frá greiningardeild ríkislögreglustjóra var á fyrstu þremur mánuðum ársins lagt hald á tvöfalt meira magn kókaíns en á sama tíma og í fyrra. Árið 2023 var metár í haldlagningu maríhúana og kókaíns. Efnin eru að mestu leyti innflutt. „Hér koma gámar inn á hverjum einasta degi, það er verið að flytja inn með skipum. Svo er líka verið að flytja inn flugleiðis með innvortisaðferðum. Með tilheyrandi hættu fyrir þá sem taka þátt í því. Það eru kannski aðal aðferðirnar og svo auðvitað þessi framleiðsla hérna heima,“ segir Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar efnin hafa verið handlögð er umsvifalaust farið með þau í rannsókn en þau eru svo geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þeim er eytt. Þegar fíkniefni eru haldlögð eru farið með þau í rannsókn eins fljótt og auðið er. Þar eru þau vigtuð, styrkleiki rannsakaður og efnin ljósmynduð ef við á. Svo er þeim pakkað þannig hægt sé að varsla þau með öruggum hætti en þau eru geymd í eins stuttann tíma og mögulegt er áður en þau eru að lokum brennd. Vísir/Vilhelm „Það eru allskonar áhættur fólgnar í þessu. Þetta eru ekki efni sem eru framleidd á viðurkenndum tilraunastofum, þau eru margvísleg, sum eru hreint og beint hættuleg. Þau geta verið rofgjörn, þannig við reynum að eyða þeim eins fljótt og auðið er.“ Stórhættulegur bransi Þórir segir ótrúlegt hvað fólk sé tilbúið að leggja sig í mikla hættu við innflutning. Mesta magn efna sem hafa fundist innvortis í burðardýrum er yfir tvö hundruð pakkningar, um tvö og hálft kíló. Gríðarleg áhætta sé fólgin í slíkum innflutningi. „Hver og ein pakkning getur rofnað og þá er viðkomandi náttúrulega í bráðri lífshættu. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál og stórhættulegur bransi.“ Öll þessi fíkniefni og lyf sem fólk er almennt að nota. Helstu fíkniefnin í umferð hér á landi eru fyrst og fremst kannabisefni og harðari fíkniefni eins og amfetamín, kókaín og MDMA pillur.Vísir/Vilhelm Í sumum tilfellum er þörf á skurðaðgerð til að fjarlægja efnin. „Það getur líka gerst að meltingarkerfin ráði ekki við þetta og fólk stíflast og allskonar. Þá náttúrulega hefur líkaminn lengri tíma til að vinna á pakkningunum og það eykur líkurnar á að þær leki. Þannig þetta getur verið mjög, mjög hættulegt fyrir þann sem tekur þátt í þessu.“ Mesta magn kókains sem hefur fundist innvortis í burðardýri telur yfir tvö hundruð pakkningar líkt og þær sem sjást hér á myndinni. Það eru um tvö og hálft kíló. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53 Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20. apríl 2022 18:53
Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. 21. janúar 2019 19:00